Fara yfir á efnisvæði

Lög um skaðsemisábyrgð veita neytendum ríka vernd

10.01.2012

Neytendastofa fer með eftirlit með öryggi og annast m.a. heildarskipulagningu á aðgerðum er varða opinbera markaðsgæslu í samvinnu við önnur eftirlitsstjórnvöld þegar það á við.  Mikil fjölmiðlaumræða hefur verið að undanförnu um ábyrgð framleiðenda og dreifingaraðila á sílikonpúðum fyrir konur en umræddar vörur falla undir eftirlit Lyfjastofnunar og embætti Landlæknis.

Í lögum nr. 25/1991, um skaðsemisábyrgð er að finna ákvæði sem eru innleiðing á tilskipun ESB sem miðar að því að vernda neytendur í þeim tilvikum að þeir verða fyrir tjóni  ef ágallar koma fram í vörum sem neytendur nota og ef þeir verða fyrir tjóni vegna hinna skaðlegu ágalla sem eru á vörunni.

Í lögunum er aðeins kveðið á um skaðabótaábyrgð framleiðenda og dreifingaraðila á vörum ekki mögulega refsiábyrgð. Mörg dæmi eru um að skaðsemistjón verði rakið til ágalla í vöru á ýmsum sviðum vöruframleiðslu hér á landi og erlendis.

Neytendastofa vill að gefnu tilefni benda neytendum á að mikilvæg er sú regla sem fram kemur í 12. gr. laganna að óheimilt er að víkja frá með samningum þeirri lágmarksvernd sem lögin eru að veita neytendum. Stofnunin telur vegna þeirrar umræðu sem fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu að rík ástæða sé til þess að benda neytendum á þá miklu vernd sem felst í lögum um skaðsemisábyrgð fyrir neytendur ef skilyrði laganna um skaðabótaábyrgð eru fyrir hendi.

Lög nr. um skaðsemisábyrgð nr. 25/1991 má lesa hér.

Nánari skýringar við lögin sem má sjá hér.

TIL BAKA