Fara yfir á efnisvæði

Lénið litlaflugan.is

18.04.2013

Litla flugan ehf. kvartaði til Neytendastofu vegna skráningar og notkunar Litlu flugunnar textílverkstæðis ehf. á léninu litlaflugan.is.  Litla flugan ehf. sé leiðandi vörumerki meðal veiðimanna og fluguhnýtara og hafi verið um áratuga skeið og því skjóti skökku við að önnur verslun hafi fengið leyfi til að nota nafnið jafnvel þó það starfi í öðrum geira. Litla flugan textílverkstæði mótmælti fullyrðingum Litlu flugunnar og taldi að ekki væri mögulegt að villast á starfsemi fyrirtækjanna þar sem þau starfi ekki á sama markaði og markhópurinn sé ekki sá sami.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að þó veruleg líkindi væru með nöfnum fyrirtækjanna væri ruglingurinn ekki slíkur að hætta væri á að neytendur kæmu til með að eiga viðskipti við rangan aðila. Taldi stofnunin því ekki ástæðu til að banna Litlu flugunni textílverkstæði notkun á auðkenninu Litla flugan.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér. 

TIL BAKA