Fara yfir á efnisvæði

NIKE hlífðarhanskar innkallaðir

19.11.2002

Austurbakki hf. í samvinnu við markaðsgæsludeild Löggildingarstofu innkallar NIKE hlífðarhanska af tegundinni, Boarding Mitten (teg.568795 - 410). Samkvæmt upplýsingum frá Nike er verið að innkalla hanska af þessari tegund út um allan heim.

Tekið skal fram að engin slys hafa orðið af notkun hanskanna en ástæða innköllunarinnar er sú að klemma sem  fylgir hönskunum getur losnað frá og valdið köfnunarhættu hjá yngri börnum.


Nike búðin, Laugavegi 6, Reykjavík, seldi nokkur pör af hönskunum á tímabilinu águst til september 2002.  Um er að ræða dökkbláa hanska fyrir börn með endurskinsrönd sem hægt er að íklæðast gegnum op á þeirri hlið sem snýr að lófa barnsins.
Hanskarnir hafa verið teknir úr sölu hér á landi en kaupendum þeirra er vinsamlegast bent á að hafa samband við Austurbakka hf. í síma: 563 4000 eða Fjólu Guðjónsdóttur hjá markaðsgæsludeild Löggildingarstofu í síma 510 1100. 
Austurbakka hf. og Nike er umhugað að vara sem fyrirtækið setur á markað sé örugg og hvetur því kaupendur ofangreindra hanska til að annað hvort fjarlægja klemmuna af hönskunum eða hafa samband við ofangreinda aðila.

TIL BAKA