Fara yfir á efnisvæði

Tiger innkallar hitapoka

29.01.2010

 

Tiger innkallar hitapoka

 

Tiger hvetur  viðskiptavini sína sem eiga hitapoka sem seldir hafa verið í verslunum þeirra að skila þeim í næstu verslun Tiger tafarlaust. Viðskiptavinir geta valið um að fá endurgreitt eða versla eitthvað í staðinn fyrir sama verð.

Hitapokinn getur rifnað og heitt vatni í pokanum getur valdið alvarlegum brunasárum. Um er að ræða alvarlegan framleiðslugalla.

Nú þegar hefur Tiger borist tilkynningar um nokkur slys af völdum hitapokana.

Tiger harmar hverskonar slys eða skemmdir sem geta hafa orsakast af þessu og minnir á að stöðugt eftirlit sé með vörum þeirra til að bæta og viðhalda öryggisákvæði.

 

Sjá nánar tilkynningu frá Tiger.

TIL BAKA