Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu nr. 29/2008

04.12.2008

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að World for 2 skuli greiða 50.000 kr. í sekt á dag að fjórtán dögum liðnum verði ekki farið að banni stofnunarinnar við því að áskrift að World for 2 endurnýist sjálfkrafa segi áskrifandi henni ekki upp. Eru það að mati Neytendastofu óréttmætir viðskiptahættir og því brot á ákvæðum laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu að endurnýja tímabundna áskrift sjálfkrafa hafi áskrifandi ekki veitt því samþykki t.d. með staðfestingu á skilmálum.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA