Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á Tekkeon rafhlöðum

21.07.2010

Neytendastofa vekur athygli á innköllun á Tekkeon rafhlöðum af gerðinni myPower ALL Plus External Laptop Battery. Rafhlaðan er notuð með fartölvum, MP3-spilurum, farsímum og öðrum raftækjum, sjá nánar mynd og lýsingu hér.

Ástæða innköllunarinnar er hætta á skammhlaupi og ofhitnun en ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki vegna þessa. Varan var seld í Bandaríkjunum, m.a. á Amazon.com, en einnig er líklegt að hún hafi verið seld í Evrópu.

Neytendastofa hvetur eigendur viðkomandi rafhlaðna að hætta notkun þeirra þegar í stað og afla frekari upplýsinga á vefsíðunni http://www.tekkeon.com/recall/

TIL BAKA