Fara yfir á efnisvæði

BYKO innkallar hættuleg trampólín

29.04.2013

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BYKO um innköllun á 4,3 m trampólíni með öryggisneti sem seld voru árið 2011. Komið hefur í ljós að suðusamsetning, sem tengir járnhringinn við lappirnar, getur gefið sig.  Byko seldi 220 trampólín af þessari gerð og þegar er vitað um 12 trampólín sem hafa brotnað, en ekki vitað til að slys hafi átt sér stað.

Neytendastofa telur ljóst að hætta er á alvarlegum slysum ef trampólínið gefur sig á meðan það er í notkun.  Stofnunin telur því brýnt að forráðamenn taki trampólínin úr notkun og snúi sér til næstu verslunar Byko. 

BYKO hefur þegar sent bréf til þeirra viðskiptavina sem keypt höfðu trampólínin á kennitölu.

Vörunúmer BYKO: 88040048 TRAMPÓLÍN 4,30 M MEÐ ÖRYGGISNETI

TIL BAKA