Fara yfir á efnisvæði

Úttekt gerð á raflögnum og rafbúnaði í leikhúsum

22.03.2005

Þann 16.október 2004 varð það slys á stóra sviði Þjóðleikshússins að starfsmaður leikhússins fékk í sig rafstraum. Af þeim sökum ákvað rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu að kanna ástand raflagna og rafbúnaðar sem notaður er í leikhúsum og öðrum stöðum þar sem leiksýningar eru haldnar.

Skoðuð voru 11 leikhús og staðir þar sem leiksýningar eru haldnar víðsvegar um land. Skoðun Löggildingarstofu leiðir í ljós að raflögnum og rafbúnaði í leikhúsum er víða ábótavant. Þær athugasemdir sem oftast voru gerðar við raflagnir og búnað á leiksviðum, voru gerðar við frágang lausatauga, loft-/vegglampa, tengla og merkingu töflubúnaðar eða í 82% tilvika hver athugasemd. Gerðar voru athugasemdir við hlífar og töfluskápa í 64% tilfella. Þá voru í 45% tilfella gerðar athugasemdir við frágang töflutauga, strengjalagna og aðtauga að tækjum.

Skýrsluna sjálfa má nágast hér. Frekari upplýsingar veitir Hallgrímur S. Hallgrímssona deildarsérfræðingur hjá rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu í síma 5101100.

TIL BAKA