Fara yfir á efnisvæði

Drög að reglum um útsölur

20.12.2007

Neytendastofa hyggst setja reglur um útsölur og aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu. Í reglunum eru m.a. settar fram reglur um það hversu lengi unnt er að tala um útsölu, tilboð, afslátt eða annað þess háttar áður en lækkað verð verður að hefðbundnu verði. Drög að reglunum hafa verið send hagsmunaaðilum til umsagnar. Drögin má lesa í heild sinni hér.

Þeir sem óska eftir að koma að athugasemdum eða umsögn geta gert það með tölvupósti á netfangið postur@neytendastofa.is með yfirskriftinni „reglur um útsölur“

TIL BAKA