Fara yfir á efnisvæði

Bláar og bleikar vatnsflöskur innkallaðar í verslunum H&M

19.09.2012

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á innköllun frá neytendum á vatnsflöskum fyrir börn í verslunum H&M um heim allan. Ástæða innköllunar er sú að stútur flöskunnar getur brotnað í marga smáa hluti og valdið hættu á köfnun. Kemur fram í tilkynningunni að það sé ekki auðvelt að sjá gallann og fólk hvatt til að hætta strax að nota flöskuna.
Vörunúmer fyrir bláa flösku er 74292 6 4212 82 og fyrir bleika flösku er 74292 6 4212 50.

Neytendastofa vill eindregið hvetja fólk til að hætta að nota vatnsflöskur þegar í stað.

Sjá nánar á heimasíður H&M

TIL BAKA