Fara yfir á efnisvæði

Innköllun Belkin á TuneBase tækjum

12.11.2009

Neytendastofa vekur athygli á innköllun Belkin Ltd. á búnaði fyrir iPhone og iPod sem notaður er með útvarpstækjum í bifreiðum. Samkvæmt upplýsingum frá Belkin Ltd. hafa um 200 tæki verið seld til Íslands beint, þó auðvitað geti þau einnig hafa borist eftir öðrum leiðum. Ástæða innköllunarinnar er hætta á skammhlaupi þegar tækinu er stungið í samband við sígarettukveikjara ökutækis en ekki er vitað til þess að meiðsl hafi orðið á fólki vegna þessa.  Innköllunin nær til Belkin TuneBase Direct with Hands-Free, TuneBase FM with Hands-Free og TuneBase FM with clear Scan sem seld voru 1. apríl 2009 eða síðar.

Neytendastofa hvetur eigendur slíks búnaðar að hætta notkun vörunnar þegar í stað og afla frekari upplýsinga á vefsíðunni www.belkin.com/tunebaserecall.

TIL BAKA