Fara yfir á efnisvæði

Niðurstöður norrænnar markaðskönnunar á hljóði frá hvellhettubyssum

15.12.2006

Talið er að eitt hljóð frá hvellhettubyssu yfir 125 dB getur skaða heyrn barns til frambúðar.  Til þess að vernda heyrn barna er skilgreinir staðall um leikföng hámarks leyfilegt hljóð frá hvellhettu leikfangabyssum megi ekki fara yfir 125 dB (mælt í 50 cm fjarlægð).  Þar er jafnframt kveðið svo á um að prófa skuli hvellhettubyssur með þeirri tegund hvellhettna sem framleiðandinn segir að nota eigi með byssunum.  Þar með á að vera tryggt að hljóðið fari ekki yfir leyfileg mörk.  Í þeim tilfellum þar sem engar leiðbeiningar frá framleiðenda eru fyrir hendi má prófa hvort hvellhettubyssan standist leyfileg hávaðamörk með hvaða tegund hvellhettna sem er.

Tilgangur markaðskönnunarinnar
Megintilgangur markaðskönnunarinnar var að kanna hvort þær leikfanga hvellhettubyssur sem eru til sölu innan norðurlandanna uppfylli þær kröfur sem gerðar og jafnframt hvort núgildandi reglur um framleiðslu og prófun hvellhettubyssa séu nægjanlegar til að vernda heyrn barna.

Niðurstaða
Niðurstaða prófunarinnar var sú að einungis 5 af þeim 20 ólíkum tegundum hvellhettubyssa sem prófaðar voru uppfylltu gildandi reglur  um leyfilegt hámarkshljóð frá hvellhettu leikfangabyssum.  Jafnframt leiddi könnunin í ljós að einungis fimm af þeim hvellhettubyssum sem voru í könnunni var hægt að prófa með þeirri tegund hvellhettna sem framleiðandinn mælti með.   Ástæða þess var sú að ýmist skorti tilmæli frá framleiðenda skorti eða að viðkomandi tegund hvellhettna var ekki til sölu.
Þetta bendir til þess þær reglur sem nú gilda um hávaðamörk og prófunaraðferðir til þess að uppfylla þær dugi ekki til að vernda heyrn barna.

Niðurstaða prófunarinnar bendir einnig til að að hljóð frá sömu byssu getur verið mismunandi eftir því hvaða tegund af hvellhettum er notuð. 
Jafnframt getur hljóð frá sömu hvellhettu verið mismunandi milli ólíktra tegunda leikfangabyssa.  Það ber einnig að hafa í huga að í flestum tilfellum þá er það svo að það eru ekki sömu framleiðendur af  leikfangabyssunum og hvellhettunum sem þýðir að kaupendur geta ekki treyst því að þær hvellhettur sem þeir kaupa geti ekki orsakað heyrnaskaða, nema þeir viti nákvæmlega hvaða tegund af hvellhettu eigi að nota með hvaða byssu og í hvaða verslun hún fæst. 

Árið 2001 var leyfilegt hámarkshljóð frá hvellhettubyssum lækkað niður í 125 dB og ljóst er að margir framleiðendur hafa breytt framleiðslu sinni til þess að uppfylla þær kröfur og það er jákvæð þróun.  Þrátt fyrir það þá  bendir niðurstaða norrænu markaðskönnunarinnar til þess að afar erfitt sé fyrir foreldara og aðra sem kaupa hvellhettubyssur handa börnum að vera viss um að hljóðið frá þeim skaði ekki heyrn þeirra. 
Það er nokkuð sem allir ættu að hafa í huga við val á þessari tegund af leikfangi.

Einungis ein tegund af þeim hvellhettubyssum sem ekki stóðst prófunina er til sölu hér á landi svo vitað sé og hefur Neytendastofa farið fram á það við söluaðila að leikfangið verði tekin úr sölu.  Um er að ræða leikfangabyssuna af tegundinni "Special Agent P99".

Framkvæmd prófunarinnar
Prófunin var framkvæmd af faggiltri skoðunarstofu, SP í Svíþjóð en leikfangabyssurnar og hvellhetturnar voru keyptar á norðurlöndunum.  Prófunin fór þannig fram að í þeim tilfellum þar sem framleiðandi mælti með ákveðinni tegund hvellhettna til notkunar og viðkomandi tegund var fáanleg þá var hljóðið mælt bæði með þeirri tegund ásamt annarri tegund hvellhettna sem til var í verslun og valin var að handahófi.  Í öðrum tilfellum var prófað með þeirri tegund hvellhettna sem til var í verslun.   Hljóð frá byssum sem prófaðar voru með hvellhettum sem framleiðandi mælti ekki með mældist  í flestum tilfellum of hátt.   Sé það skoðað í samhengi við þá staðreynd að þegar keyptar eru hvellhettur í leikfangabyssur þá er í flestum tilfellum þær hvellhettur keyptar sem til er í versluninni og passar í byssuna. Fæstir foreldrar eða börn fara á milli leikfanga verslana til þess að finna þær hvellhettur sem framleiðandinn mælti með til notkunar.
Þar með skapast sú hætta að keyptar séu hvellhettur sem gefa frá sér hærra hljóð en sem nemur 125 db geta því skaðað heyrn barna.

Gildandi reglur um leikföng
Um leikföng gilda ákvæði reglugerðar nr. 408/1994 um öryggi leikfanga og hættulegar eftirlíkingar og staðalsins,  ÍST EN 71 um öryggi leikfanga.

Frekari upplýsingar veitir Fjóla Guðjónsdóttir sérfræðingur Neytendastofu.

TIL BAKA