Fara yfir á efnisvæði

Tilkynning varðandi Schwalbe reiðhjóladekk

18.11.2009

Neytendastofa vekur athygli á tilkynningu framleiðanda um galla í Ultremo R reiðhjóladekkjum. Sum dekkja af þessari gerð eru ekki nægilega gúmmíborin sem leiðir til þess að eftir stutta notkun bólgna dekkin út og gliðna og séu þau notuð áfram geta þau sprungið.

Neytendastofa hvetur eigendur viðkomandi dekkja til að hætta notkun þeirra og afla frekari upplýsinga á vefsíðu Schwalbe.

TIL BAKA