Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar Og fjarskipti ehf.

29.04.2009

Neytendastofa hefur lagt 200.000 kr. stjórnvaldssekt á Og fjarskipti ehf., rekstraraðila Vodafone, þar sem fyrirtækið braut gegn ákvörðun stofnunarinnar um banni við notkun á orðinu fríkeypis.

Í bréfi Neytendastofu, dags. 30. janúar 2009, tók stofnunin þá ákvörðun að banna Vodafone notkun á orðinu fríkeypis fyrir þjónustu sem er háð greiðslu fyrir aðra þjónustu. Með ákvörðun Neytendastofu nr. 4/2009 var Vodafone gert að fjarlægja orðið af heimasíðu sinni að viðlögðum dagsektum og með nýrri ákvörðun stofnunarinnar, nr. 8/2009, er lögð á fyrirtækið stjórnvaldssekt vegna auglýsingaskiltis við skrifstofu þess og vegna rafrænnar auglýsinga þar sem notast er við orðið fríkeypis.

TIL BAKA