Fara yfir á efnisvæði

Bruni í Rjúpufelli, 27. feb. s.l., af völdum rafmagns

16.03.2005

Rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu hefur í samvinnu við tæknideild lögreglunnar í Reykjavík lokið rannsókn á bruna sem varð að Rjúpufelli 22 í Reykjavík þann 27. febrúar s.l.

Rafmagnsöryggisdeild telur að líklegasta brunaorsökin sé neista- og hitamyndun í víratengjum perustæðis sem tengt var í loftdós í eldhúsi.

Lögreglan í Reykjavík rannsakar orsök brunans og er skýrslu hennar að vænta innan skamms.

TIL BAKA