Fara yfir á efnisvæði

Nú eiga allar vörur að vera verðmerktar

12.09.2012

Í ágúst kannaði Neytendastofa hvort vörur í  raftækjaverslunum væru verðmerktar.  Farið var í 28 verslanir á höfuðborgarsvæðinu bæði til að skoða hvort að allar vörurnar væru verðmerktar og til að kynna verðmerkingareglurnar.  Verslanirnar voru allar með verðmerkingarnar í ágætu lagi. Flestar verslanirnar voru með allar vörurnar verðmerktar, það sem þyrfti að lagfæra var gert strax auk þess sem fulltrúi Neytendastofu kynnti fyrir þeim reglurnar.

Að gefnu tilefni við Neytendastofa minna að vörur á bak við búðarborð eiga að vera verðmerktar og að ekki er nóg að verðmerkja bara hluta söluvara, allar vörurnar verða að vera merktar.  Einnig er ekki nægilegt að verðmerkja vörur í  lokuðum glerskápum verðið þarf að vera sýnilegt neytendum. 

Við hvetjum neytendur til að vera ávallt vel á verði og koma ábendingum til stofnunarinnar með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu Neytendastofu á slóðinni www.neytendastofa.is

TIL BAKA