Fara yfir á efnisvæði

Hættuleg leikföng yfirlit Neytendastofu vegna viku nr. 25-28.

17.09.2009

Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættulegar vörur þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé:

1. Stjórnvöld á Spáni  hafa tekið af markaði trúðabúninga vegna þess að hálsböndin  geta orsakað kyrkingarhættu.  Annars vegar er vöruheitið óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd sjá, tilkynning nr. 0859/09.  Hins vegar er vöruheitið Boys toys. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynning nr. 0869/09.   Framleiðsluland er Kína. 

2. Stjórnvöld í Slóvakíu  hafa sett sölubann, tekið af markaði og innkallað  frá neytendum barnahringlur  vegna þess að hlutir á hringlunni geta brotnað í litla hluta og það orsakað köfnunarhættu. Vöruheitið er Toys. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr.  0873/09 og tilkynningu nr. 0874/09.    Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

3. Stjórnvöld í Noregi hafa sett sölubann á leikfangabyssu með örvaskotum vegna þess að örvarnar sem fylgja byssunni geta orsakað köfnunarhættu hjá börnum. Annars vegar er vöruheitið óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynning nr.  0880/09 og hins vegar er vöruheitið Rongye nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynning nr 0885/09.  Framleiðsluland er Kína.

4. Stjórnvöld í Noregi hafa sett sölubann á leikfangalögreglusett vegna köfnunarhættu hjá börnum. Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynning nr. 0881/09 og  tilkynning nr. 882/09.  Framleiðsluland er Kína.


5.  Dreifingaraðili  í Bretlandi hefur  tekið af markaði og innkallað leikfangabíl frá neytendum vegna köfnunarhættu hjá börnum. Vöruheitið er Bhs. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr.  0898/09. Framleiðsluland er Kína.

6. Tollayfirvöld í Þýskalandi hafa stöðvað innflutning  á leikfangaboltum vegna þess hversu eldfimir þeir eru . Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynningu nr. 0906/09.  Framleiðsluland er Kína

7.  Stjórnvöld í Þýskalandi hafa sett sölubann á leikfangabolta  vegna þess hversu eldfimir þeir eru. Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynningu nr. 0907/09.  Framleiðsluland er Kína.

8.  Innflytjandi vöru á Möltu hefur gert viðeigandi ráðstafanir vegna sölu á raðkubbamottu úr svampi  vegna köfnunarhættu sem getur skapast fyrir börn undir 3 ára aldri. Vöruheitið er Eva . Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 0909/09.  Framleiðsluland er Kína.

9.  Innflytjandi í Þýskalandi hafa sett sölubann og innkallað frá neytendum bakpokann sem hannaður er  í laginu eins og taudýr vegna þess að notkun hans getur haft í för með sér kyrkingarhættu fyrir börn. Vöruheitið er Blue Bear Toys. Nánari upplýsingar og mynd má finna í. tilkynningu nr 0910/09. Framleiðsluland er óþekkt og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

10. Stjórnvöld á Spáni  hafa fyrirskipað að tiltekið gerviskegg skuli tekið af markaði  vegna þess að það stenst ekki eldvarnarprófanir um leikföng úr hári eða öðrum álíka efnum. Vöruheitið er Huahao. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr 0911/09.  Framleiðsluland er Kína.

11.  Tollayfirvöld  á Spáni hafa stöðvað innflutning á hlaupahjóli  fyrir börn vegna þess að þvermál stýrisins á því er minna en 40mm og þvermál framhjólsins er einungis 120mm. Vöruheitið er Speed Scooter. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynningu nr.  0912/09.  Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

12. Innflutningsaðili  á Möltu hefur tekið af markaði púsluspil úr froðugúmmí vegna köfnunarhættu. Vöruheitið er Colour Baby. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr. 0914/09. Framleiðsluland er Malasía.

13.  Stjórnvöld á Spáni hafa látið taka af markaði á leikfangaönd vegna hættu á köfnun hjá börnum. Vöruheitið er D‘tot. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr.  0917/09.  Framleiðsluland er Kína.

14.  Stjórnvöld í Hollandi hafa sett sölubann og fyrirskipað að straujárnssett skuli tekið af markaði. Ástæðan er sú að hið lausa bil milli lamanna á straujárnssettinu er minna en staðlaða krafan um 12 mm bil  og börn geta skaðast við að fingur þeirra myndu  klemmast  á milli hjaranna. Vöruheitið er Santoys Thailand. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr.tilkynning nr. 0921/09. Framleiðsluland er Tæland .

15. Stjórnvöld í Hollandi hafa sett sölubann á leikfangalest úr tré vegna köfnunarhættu hjá börnum.  Vöruheitið er Santoys Thailand. Nánari upplýsingar og mynd má finna í.tilkynningu nr 0925/09. Framleiðsluland er Tæland.

16. Dreifingaraðili  í Bretlandi hefur tekið af markaði og innkallað verkfærasett fyrir börn frá neytendum vegna þess að leikfangahamarinn getur auðveldlega eyðilagst  við notkun og af því getur hlotist slysahætta fyrir börn. Vöruheitið er Verkzeugkoffer Profi. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr 0926/09.   Framleiðsluland er Kína.

17. Tollayfirvöld á Spáni hafa stöðvað innflutning á  hlaupahjóli fyrir börn vegna slysahættu. Vöruheitið er  HL – Happy LU. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr 0937/09.  Framleiðsluland er Kína.

18. Stjórnvöld í Belgíu hafa sett innflutningsbann á leikfangafisk vegna köfnunarhættu hjá börnum.  Leikfangið stækkar meira en 100% við að blandast vatni. Vöruheitið er Changchang. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr. 0943/09. Framleiðsluland er Kína.

19. Innflytjandi í Póllandi tekið af markaði leikfang (risaeðluegg) vegna köfnunarhættu hjá börnum. Hættan stafar af því að eggið þenjast út og stækka við að blandast munnvatni. Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 0944/09. Framleiðsluland er Kína  og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

20. Innflutningsaðili í  Danmörku hefur gripið til viðeigandi aðgerða og innkallað frá neytendum verkfærasett, vegna þess að það getur valdið köfnunarhættu hjá börnum. Vöruheitið er Tony. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr.  0950/09.  Framleiðsluland er Kína.

21. Stjórnvöld á Spáni hafa fyrirskipað að stóll fyrir dúkkur skuli tekinn af markaði vegna slysahættu.  Vöruheitið er Color Baby. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr.  0957/09.  Framleiðsluland er Kína.

22. Dreifingaraðili í Bretlandi hefur tekið úr sölu jarðarberjaköku úr plasti vegna þess að hún getur valdið köfnunarhættu hjá börnum. Vöruheitið er Out of the blue. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynningu nr 0963/09.  Framleiðsluland er Kína.

23. Stjórnvöld í Póllandi hafa fyrirskipað að leikfangabyssa skuli tekin af markaði vegna þess að hún getur valdið köfnunarhættu hjá börnum ef þau gleypa aðskotahlutina (í þessu tilfelli örvarnar) sem fylgja leikfanginu. Vöruheitið er Ruingun. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr. 0964/09. Framleiðsluland er Kína  og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

24. Stjórnvöld í Póllandi  hafa fyrirskipað að leikfangafugl sem dreginn er eftir gólfinu verði tekinn af markaði vegna þess að notkun hans getur orsakað kyrkingar- og köfnunarhættu hjá börnum. Vöruheitið er Toys. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr.tilkynning nr. 0965/09. Framleiðsluland er Kína  og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

25. Stjórnvöld í Hollandi  hafa sett sölubann, tekið af markaði og innkallað frá neytendum  leikfangaþyrlu úr tré vegna köfnunarhættu hjá börnum. Vöruheitið er Janod. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr.tilkynning nr. 0967/09.  Framleiðsluland er Frakkland.

26. Stjórnvöld í Póllandi hafa fyrirskipað að sala á leikfangamaríubjöllu, sem hægt er að draga í bandi verði tekin af markaði. Leikfangið getur valdið köfnunar- og kyrkingarhættu hjá börnum. Vöruheitið er Karo. Nánari upplýsingar og mynd má finna í tilkynningu nr 0969/09.  Framleiðsluland er Kína.

27. Stjórnvöld í Hollandi hafa fyrirskipað sölubann, tekið af markaði og innkallað frá neytendum tuskudýr (rostung) vegna köfnunarhættu hjá börnum.  Hættan felst í að augun á rostungnum losna auðveldlega af honum.  Vöruheitið er Namichi. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr 0971/09.  Framleiðsluland er Kína.

28. Dreifingaraðili  á Ítalíu hefur sett sölubann, tekið af markaði og innkallað frá neytendum Mikka mús lyklakippu vegna köfnunarhættu hjá börnum. Hættan felst í að við fall geta losnað smá hlutir og lokið yfir rafhlöðurnar. Vöruheitið er Disney store. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr 0973/09. Framleiðsluland er Kína.

29. Stjórnvöld í Litháen hafa sett sölubann, tekið af markaði og innkallað frá neytendum  risaeðluegg vegna köfnunarhættu. Leikfangið getur þanist út og stækkað um 50% þegar það blandast við munnvatn. Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd sjá, tilkynningu nr 0974/09. Framleiðsluland er Kína.

30.  Stjórnvöld í Hollandi hafa sett sölubann og tekið af markaði á sílófóna vegna köfnunarhættu hjá börnum.  Vöruheitið er Janod. Nánari upplýsingar og mynd sjá tilkynningu nr 0979/09 og tilkynningu nr 0980/09.  Framleiðsluland er Frakkland.


Neytendastofa vill auk þess vekja athygli á tilkynningum sem ekki þykir ástæða til sérstakrar viðvörunar hér enda mjög ósennilegt að varan finnist hér á landi. Tilkynningarnar má finna hér en unnt er að leita eftir tilkynningum með því að slá inn númer tilkynningar og skástrik 09, þ.e 599/09, o.s.frv. 


Neytendastofa hvetur neytendur og innflytjendur til að senda ábendingar til stofnunarinnar um framangreindar vörur telji þeir að þær sé að finna á markaði  hér á  landi, sbr. www. neytendastofa.is, nafnlausar ábendingar eða undir nafni með skráningu notenda  í þjónustugátt stofnunarinnar.


Neytendastofa 17. September 2009.

TIL BAKA