Fara yfir á efnisvæði

Drög að reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með gjaldmælum leigubifreiða

23.07.2012

Neytendastofa hefur samið drög að reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með gjaldmælum leigubifreiða. Reglugerðin gildir um gjaldmæla sem notaðir eru í leigubifreiðum en einnig um búnaðinn sem tengdur er við gjaldmæla leigubifreiða.

Drög að reglunum hafa verið send til umsagnar hagsmunaaðila. Þeir sem óska eftir að koma að athugasemdum eða umsögn  um drögin geta gert það með því að senda tölvupóst á póstfangið postur@neytendastofa.is eigi síðar en 1. september nk. með yfirskriftinni „reglugerð um gjaldmæla leigubifreiða“

Drögin að reglugerðinni má sjá hér.

TIL BAKA