Fara yfir á efnisvæði

Arctic Trucks Ísland ehf innkallar Yamaha

28.03.2012

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Yamaha á Íslandi um innköllun á Yamaha XV 1300A vegna hættu á bruna. Við reglubundna skoðun hjá Yamaha kom í ljós galli í bensínslöngu í Yamaha XVS 1300A sem við sérstakar aðstæður getur valdið því að bensín undir þrýstingi lekur.  Í öryggisskyni hefur Yamaha því ákveðið að innkalla umrædd hjól og gera á þeim viðeigandi lagfæringar. Skipt verður um bensínslönguna sem og bensínkrana og tengda lögn. Viðgerðin tekur um tvær klukkustundir og er eigendum að kostnaðarlausu. Um er að ræða hjól framleidd frá október 2008 til ágúst 2011. Þegar hefur hlutaðeigendum verið gert ljóst um innköllunina.

Hægt er að sjá tilkynninguna frá Rapex hér.

TIL BAKA