Fara yfir á efnisvæði

Kínverskur ráðherra heimsækir Neytendastofu

20.07.2012

Fréttamynd

Wang Dongfeng, aðstoðarráðherra í iðnaðar-og viðskiptaráðuneytinu í Peking fór fyrir sendinefnd fimm háttsettra embættismann sem heimsóttu Neytendastofu þann 12. júlí s.l. Sendinefndin kynnti sér starfsemi Neytendastofu og hvernig að staðið er að vernd neytenda hér á landi. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu kynnti starfsemina og meginuppbyggingu á eftirliti sem fram fer hjá Neytendastofu til að tryggja öryggi og réttindi neytenda í viðskiptum á markaði. Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir kynnti með hvaða hætti að Matvælastofnunin vinnur að því að tryggja matvælaöryggi og Hildigunnur Hasteinsdóttir kynnti hvernig að Neytendasamtökin standa að hagsmunagæslu fyrir neytendur. Á fundinum var einnig rædd tillaga Neytendastofu um að gert verði samkomulag við kínverska ráðuneytið um gagnkvæma aðstoð og upplýsingaskipti þegar stofnunin þarfnast upplýsinga er varða öryggi vöru eða önnur atriði sem skipta máli fyrir neytendavernd. Að lokinni heimsókn hjá Neytendastofu hélt sendinefndin til fundar við Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra og kynnti sér hvernig að innanríkisráðuneytið hefur skipulagt starfsemi á sviði neytendamála.

 

TIL BAKA