Fara yfir á efnisvæði

Breyting á reglum um hæfi vigtarmanna

18.01.2008

Í júlí síðastliðnum gaf Neytendastofa út reglur nr. 650/2007 um almennt og sérstakt hæfi löggiltra vigtarmanna sem mæla fyrir um þau hæfisskilyrði sem vigtarmenn verða að uppfylla til að hljóta löggildingu. Í kjölfarið bárust stofnuninni ábendingar, m.a. frá Hafnasambandi Íslands, um að ákveðin atriði í reglunum væru óframkvæmanleg í fámennustu byggðarlögum landsins. Neytendastofa hefur í samráði við Fiskistofu gert breytingu á hæfisreglunum sem ætlað er að leysa vandann. 
Neytendastofa hefur nú heimild til að veita hafnarvigtarmanni, að fenginni umsögn Fiskistofu, undanþágu til 18 mánaða í senn til hafnarvigtunar ef fámenni í viðkomandi byggðarlagi veldur því að örðugt sé að fá til starfa löggiltan vigtarmann sem uppfylli hæfisskilyrði. Þau skilyrði er sett fyrir undanþágunni að sveitarfélag sýni fram á að leitað hafi verið eftir aðila til starfa sem uppfylli öll skilyrði og að sveitarstjórn geri grein fyrir því hvernig brugðist verði við í þeim tilvikum sem hafnarvigtarmaður er vanhæfur til vigtunar.

Reglur um almennt og sérstakt hæfi löggiltra vigtarmanna má sjá hér og breytingu á reglunum hér.

 

TIL BAKA