Fara yfir á efnisvæði

Nýtt umboð til löggildinga

11.03.2010

Fréttamynd

Löggilding ehf. hefur nú fengið umboð Neytendastofu til að löggilda mælikerfi (bensíndælur o. fl.).
Miðvikudaginn 10. mars s.l. var gerður nýr samningur um löggildingar mælitækja milli Neytendastofu og Löggildingar ehf. Fyrri samningur náði aðeins til löggildinga voga. Samninginn undirrituðu Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu og Hrafn Hilmarsson f.h. Löggildingar ehf.

Löggilding ehf. tók til starfa sumarið 2009 og annast nú löggildingar voga og mælikerfa. Neytendastofa fagnar aukinni samkeppni og þjónustu á sviði löggildinga.

TIL BAKA