Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu nr. 5/2006

30.05.2006

Neytendastofa hefur bannað Ballettskóla Eddu Scheving alla notkun lénsins ballett.is og lagt fyrir fyrirtækið að afskrá það. Klassíski listdansskólinn, rétthafi lénsins ballet.is, kvartaði yfir ruglingshættu milli lénnafnana. Neytendastofa telur að lénnöfnin séu í raun sama orðið með tvenns konar rithætti og það að velja sama lénnafn og keppinauturinn skráði fimm árum áður sé ekki nægjanlegt til aðgreiningar þeirra á milli. Sjá nánar ákvörðun nr. 5/2006.

TIL BAKA