Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu nr. 8/2008

27.03.2008

Neytendastofa hefur komist að þeirri ákvörðun að Sparibíll ehf. hafi brotið ákvæði 6. og 7. gr. laga nr. 57/2005 með villandi fullyrðingum og röngum verðsamanburði í blaðaauglýsingum á Volvo XC90 bifreiðum. Sparibíll hafi einnig brotið ákvæði 6. gr. laga nr. 57/2005 með fullyrðingum á vefsíðu fyrirtækisins um að Sparibílar séu allt að 30% ódýrari en hjá umboðum og með því að birta órökstudd reiknidæmi sér í hag sem sýna eigi verðmun á milli bifreiða keyptum af Sparibíl og hjá bifreiðaumboðum. Þá hafi Sparibíll brotið ákvæði 5. gr. laga nr. 57/2005 með því að bjóða kaupendum bílatryggingar, gegn gjaldi, fyrir göllum sem fram geta komið á því tímabili sem Sparibíll ber ábyrgð á göllum skv. lögum um neytendakaup.

Sjá ákvörðun nr. 8/2008

TIL BAKA