Fara yfir á efnisvæði

Kveikjarar

08.02.2013

Fréttamynd

Af gefnu tilefni vill Neytendastofa minna á fáein atriði er varðar öryggi kveikjara.

Kveikjarar eiga alltaf að vera búnir barnalæsingum. Fullnægjandi barnalæsing getur til dæmis verið stíft hjól eða takki sem þarf að ýta niður af afli til þess að unnt sé að kveikja á kveikjaranum.  Læsing er höfð á til að koma í veg fyrir að börn yngri en 4 og hálfs árs geti kveikt á þeim. Það er þó ekki 100% öruggt að barn geti ekki tendrað kveikjarann svo aldrei skilja kveikjara eftir þar sem börn ná til.

Nú hafa komið upp atvik þar sem barnalæsingar hafa verið fjarlægðar af kveikjunum en til þess þarf nokkuð afl. Það þarf vart að  taka fram hvaða hættu það getur haft í för með sér. Ástæða þess að reglur voru settar innan Evrópusambandsins um barnalæsingar ákveikjurum var umtalsverður fjöldi slysa og dauðsfalla sem hægt var að rekja til leiks barna að kveikjurum. Neytendastofa vill brýna fyrir því að öryggisþáttum kveikjara sé ekki breytt á nokkurn veg þar sem slíkt getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Verði neytendur varir við kveikjara á markaði sem ekki eru merkingar og viðvaranir í lagi eða telja kveikjara hættulega sendið ábendingu til Neytendastofu.

TIL BAKA