Fara yfir á efnisvæði

Toyota á Íslandi innkallar Prius

28.06.2013

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi  þrjár Prius bifreiðar vegna mögulegrar bilunar í hemlakerfi.

Bilunin er í þrýstikút í hjálparaflskerfi í höfuðdælu. Í þrýstikútnum er gashylki sem getur farið að leka og þá fer gas (loft) inn á hemlakerfið við það minnkar hemlageta bílsins og hemlunarvegalengdin lengist sem getur leitt til árekstrar. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á árunum 2008-2009.

Hægt er að leita nánari upplýsinga hjá þjónustuveri Toyota í síma 570 5000.

TIL BAKA