Fara yfir á efnisvæði

Arctic Rafting gert að afskrá heitið Bakkaflöt sem leitarorð úr símaskránni ja.is.

21.07.2011

Ferðaþjónustan Bakkaflöt leitaði til Neytendastofu með kvörtun yfir því að þegar heitið Bakkaflöt er slegið inn hjá símaskránni ja.is komi upp bæði Bakkaflöt ferðaþjónusta Skagafirði og Arctic Rafting, auk ýmissa upplýsinga um hvernig megi ná sambandi við fyrirtækin. Ferðaþjónustan Bakkaflöt og Arctic Rafting eru keppinautar á sviði flúðasiglinga í Skagafirði.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að skráning Arctic Rafting á heitinu Bakkaflöt sem kennileiti í símaskránni ja.is skapi verulega ruglingshættu milli fyrirtækjanna. Bakkaflöt er heiti á lögbýli þar sem Ferðaþjónustan Bakkaflöt hefur starfsemi sína og þykir Neytendastofu óeðlilegt að Arctic Rafting sem hefur aðsetur annars staðar kenni sig við lögbýli það sem keppinautur hefur aðsetur. Var Arctic Rafting gert að afskrá heitið Bakkaflöt sem leitarorð úr símaskránni ja.is.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA