Fara yfir á efnisvæði

Kæru Hagsmunasamtaka heimilanna vísað frá áfrýjunarnefnd

28.03.2014

Neytendastofa tók ákvörðun þann 15. ágúst 2013 um að Landsbankinn hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að tilgreina ekki árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK) í niðurstöðum lánareiknivélar á heimasíðu sinni. Var Landsbankanum bannað að birta niðurstöður lánaútreikninga án þess að ÁHK kæmi fram. Í ljósi þess að á heimasíðunni eru tvær reiknivélar en ÁHK vantaði einungis á aðra þeirra og vegna þess að bankinn gerði viðeigandi leiðréttingar strax, taldi Neytendastofa ekki ástæðu til að leggja sekt á Landsbankann.

Málið hófst hjá Neytendastofu með kvörtun Hagsmunasamtaka heimilisins og kærðu samtökin þá niðurstöður Neytendastofu að leggja ekki sektir á Landsbankann fyrir brotið.

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur vísað málinu frá þar sem Hagsmunasamtök heimilanna hafi ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins og því geti félagið ekki kært ákvörðunina.

Úrskurð í máli nr. 5/2013 má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA