Fara yfir á efnisvæði

Eftirlit skilar árangri

01.09.2014

Fulltrúar Neytendastofu fóru í fyrirtæki á Akranesi og Borgarnesi í júlí til að kanna hvort verðmerkingar væru í lagi. Í ágúst var könnuninni fylgt eftir með seinni heimsókn í 14 fyrirtæki sem Neytendastofa hafði áminnt.

Af fyrirtækjunum 14 höfðu þrjár verslanir á Akranesi ekki farið eftir tilmælum Neytendastofu. Það voru Húsasmiðjan, Apótek Vesturlands og veitingastaðurinn Gamla Kaupfélagið.

Þær verslanir sem fóru að tilmælum Neytendastofu og löguðu verðmerkingar voru verslanirnar Nina, at home og Gallerí Ozone, hárgreiðslustofan Classic, Olís Esjubraut og Brauð og kökugerðin á Akranesi og Lyfja, Hótel Borgarnes, Stöðin og Húsasmiðjan í Borgarnesi.

Verð skiptir máli þegar neytendum velja vörur og því er mjög mikilvægt að verslanir virði þau réttindi neytenda að hafa réttar og skýrar verðmerkingar. Þar sem það á við á einingarverð, þ.e. lítraverð eða kílóverð, líka að koma fram. Með einingarverði geta neytendur auðveldar borði saman verð á ólíkum vörum eða vörum í mismunandi stærðareiningum. Ef vara er vitlaust verðmerkt á neytandinn að fá vöruna á því verði sem hún er verðmerkt. Það er því líka mikilvægt að neytendur fylgist vel með hilluverði og geri athugasemdir þegar upp kemur misræmi.

Neytendastofa hvetur neytendur til að vera á verði og koma ábendingum til skila í gegnum rafræna Neytendastofu á vefslóðinni www.neytendastofa.is.

TIL BAKA