Fara yfir á efnisvæði

Sektarákvörðun staðfest

05.06.2015

Neytendastofa lagði 50.000 kr. stjórnvaldssekt á JR húsið, sem rekur Bíla áttuna, fyrir ófullnægjandi verðmerkingar í lok árs 2014.

Bíla áttan kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar og fór fram á að hún yrði felld úr gildi enda væri óeðlilegt og skjóti skökku við að leggja stjórnvaldssekt á félagið eftir að lagfæringum á verðmerkingum hafi verið lokið.

Í úrskurði áfrýjunarnefndar er um það fjallað að nefndin telji meðalhófs hafa verið gætt við álagningu sektarinnar. Farið hafi verið í tvær athuganir og í bæði skipti gerðar athugasemdir við verðmerkingarnar. Engu breyti þó Bíla áttan hafi síðar bætt úr merkingunum enda hafi verið fullt tilefni til beiningar sekta og félagið gat ekki bætt úr því eftir á. Þá telji áfrýjunarnefndin fjárhæð sektarinnar hóflega.

Úrskurð áfrýjunarnefndar má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA