Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

24.06.2015

Með úrskurði nr. 17/2014 staðfesti áfrýjunarnefnd neytendamála ákvörðun Neytendastofu nr. 34/2014. Olís og Atlantsolía kvörtuðu til Neytendastofu yfir auglýsingum og kynningarefni Orkunnar þar sem fram kom að Orkan byði ávallt upp á lægsta eldsneytisverðið eða ódýrasta eldsneytið töldu félögin fullyrðingarnar ekki standast. Að mati Neytendastofu voru auglýsingar ekki til þess fallnar að sýna afsláttarkerfi annarra félaga í óhagstæðu ljósi né gert lítið úr öðrum afsláttarkerfum. Þótti Neytendastofu því ekki tilefni til aðgerða vegna þeirra auglýsinga og kynningarefnis sem kvartað var yfir. Atlantsolía kærði ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála sem staðfesti hana.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA