Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

23.01.2017

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 33/2016. Með ákvörðuninni komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Verkfæralagersins væru villandi þar sem birtar væru myndir af vörum undir yfirskriftinni „verð frá“ sem væri ekki verð hinna myndbirtu vara.

Í úrskurði áfrýjunarnefndar í máli nr. 6/2016 kemur fram að nefndin telji að hinn almenni neytandi skilji orðin „verð frá“ sem svo að það verð sem komi fram sé lægsta mögulega verðið í tilteknum vöruflokki. Þar sem litlar myndir fylgi auglýsingunni af ýmsum vörutegundum sé auglýsingin ekki villandi eins og standi á í þessu máli.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA