Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa bannar Ice-co foods hagnýtingu atvinnuleyndarmála

05.04.2019

Neytendastofu barst kvörtun Boðtækni og Íslandsfisks vegna hagnýtingar Ice-co Foods á atvinnuleyndarmálum Íslandsfisks. Neytendastofa taldi gögn málsins sýna fram á að Ice-co Foods hafi fært sér í nyt upplýsingar frá fyrrverandi starfsmanni Íslandsfisks sem teljast atvinnuleyndarmál. Neytendastofa taldi því að Ice-co Foods hafi brotið gegn ákvæði laga um atvinnuleyndarmál og bannaði félaginu háttsemina.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA