Fara yfir á efnisvæði

Tilboðsauglýsingar husgögn.is

16.04.2019

Neytendastofu bárust ábendingar um að Barnaheimilið ehf., rekstraraðili vefverslunarinnar husgogn.is, hefði auglýst barnakerrurnar Baby Jogger Elite ásamt fylgihlutum með afslætti í meira en sex vikur. Við eftirgrennslan Neytendastofu kom í ljós að verslunin hafði auglýst umræddan afslátt á heimasíðu sinni samfellt í a.m.k. 12 vikur.

Fyrirtæki mega aðeins auglýsa verðlækkun ef hún er raunveruleg. Samkvæmt útsölureglum er litið svo á að þegar vara hefur verið auglýst á lækkuðu verði í sex vikur sé lækkaða verðið orðið venjulegt verð. Þegar vara hefur verið auglýst á tilboði í sex vikur er því ekki hægt að segja að hún sé á tilboðsverði

Ákvörðun nr. 17/2019 má nálgast hér.

TIL BAKA