Fara yfir á efnisvæði

Auglýsing Hreyfingar

31.07.2019

Neytendastofu bárust ábendingar vegna auglýsingar Hreyfingar um árskort. Í auglýsingunni sagði m.a. „ÆFÐU FRÍTT Í SUMAR!“ og „Þú æfir frítt til 1. ágúst 2019[...]“ þrátt fyrir að svo virtist sem skilyrðið fyrir því hafi verið að aðili kaupi árskort hjá félaginu.

Að mati Neytendastofu er villandi að lýsa þjónustu með orðum eins og ókeypis eða frítt ef neytandi þarf að greiða fyrir aðra þjónustu til þess að fá eitthvað „frítt“. Notkun orðsins frítt í umræddi auglýsingu fól í sér rangar upplýsingar um verð þjónustu og upplýsingarnar voru líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingin beindist að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið.

Neytendastofa hefur því bannað Hreyfingu að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti.

Ákvörðun Neytendastofu nr. 29/2019 má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA