Fara yfir á efnisvæði

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála

29.10.2019

Neytendastofa tók þá ákvörðun að vaxtaendurskoðunarákvæði fasteignaláns útgefnu af Frjálsa fjárfestingarbankanum væru ófullnægjandi. Stofnunin tók aftur á móti ekki afstöðu til þess hvort rétt hefði verið staðið að tiltekinni vaxtahækkun hjá Arion banka, nýjum kröfueiganda. Áfrýjunarnefnd neytendamála taldi að Neytendastofa ætti að taka þann þátt málsins einnig til meðferðar. Nefndin hefur því með úrskurði nr. 5/2019 vísað erindinu til Neytendastofu til nýrrar meðferðar.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.


TIL BAKA