Fara yfir á efnisvæði

Villandi Tax Free auglýsingar Heimkaup

20.12.2019

Neytendastofa gerði athugasemdir við Tax Free auglýsingar Heimkaup sem birtust m.a. á facebook síðu Heimkaup í september s.l. Athugasemdirnar voru gerðar vegna stærðar og staðsetningar á prósentuhlutfalli afsláttarins.

Skýr krafa hvílir á fyrirtækjum sem auglýsa eða bjóða verðlækkun undir formerkjum Tax Free að tilgreina prósentuhlutfall afsláttarins líkt og í öðrum auglýsingum um verðlækkun. Í skýringum Heimkaupa kom fram að prósentuhlutfall hafi komið fram í öllum auglýsingum auk þess að vera skýrlega tilgreint á vefsíðu félagsins.

Í ákvörðuninni fjallar Neytendastofa um að upplýsingarnar þurfi að koma fram í öllum auglýsingum með skýrum hætti. Meta þurfi hvað teljist skýrt í hverju tilviki m.a. út frá stærð og útliti leturs, staðsetningu texta og framsetningar hans sem og að teknu tilliti til annarra upplýsinga sem fram koma í auglýsingunni.

Í þessu tilviki var prósentuhlutfall afsláttarins tilgreint í mun smærra letri en annar texti auglýsingarinnar, á spássíu og snéri lóðrétt. Neytendastofa taldi þessa framsetningu ekki skýra og því villandi gagnvart neytendum.

Ákvörðun nr. 54/2019 má lesa í heild sinni hér.


TIL BAKA