Fara yfir á efnisvæði

Íþróttavöruverslanir þurfa að bæta verðmerkingar

28.07.2020

Neytendastofa gerði, dagana 8. til 9. júlí sl. könnun á ástandi verðmerkinga hjá 18 íþróttavöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu.

Skylda hvílir á seljendum að verðmerkja allar vörur með endanlegu verði og birta verðlista fyrir þjónustu. Einnig skal athuga að á vefsíðum þurfa að koma fram upplýsingar um þjónustuveitandann svo sem kennitala, heimilisfang, netfang, virðisaukaskattsnúmer og hvort fyrirtækið er t.d. ehf., sf. eða hf.

Athugasemdir voru gerðar við 16 íþróttavöruverslanir, 8 verslanir varðandi bæði vefsíðu og verslun, 4 aðeins varðandi verslun og 4 aðeins varðandi vefsíðu. Sérstaklega var tekið eftir því að verðmerkingar vantaði í sýningarglugga verslana eða á litlar æfingavörur t.d. bolta og lóð.

Neytendastofa upplýsti íþróttavöruverslanirnar í framhaldinu um þær skyldur sem á þeim hvíla og fór fram á úrbætur þar sem þörf var á.

Neytendastofa hvetur neytendur til að vera á verði og koma ábendingum um verðmerkingar til skila í gegnum Mínar síður sem finna má á vefslóðinni www.neytendastofa.is

TIL BAKA