Fara yfir á efnisvæði

Fullyrðingar Atlantsolíu bannaðar

27.10.2021

Neytendastofa hefur bannað tvær fullyrðingar sem notaðar hafa verið í auglýsingum Atlantsolíu. Annars vegar fullyrðinguna „cheapest gas stop“ og hins vegar fullyrðinguna „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“.

Niðurstaða stofnunarinnar grundvallaðist á tveimur sjónarmiðum. Í fyrsta lagi að ekki voru lögð fram gögn sem sönnuðu fullyrðinguna „cheapest gas stop.“ Í öðru lagi að ekki var fallist á að augljóst væri að með fullyrðingunni „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“ væri einungis átt við eigin verð Atlantsolíu. Heildarniðurstaða Neytendastofu var því að fullyrðingarnar væru villandi. Atlantsolía brást strax við bréfum Neytendastofu og tók fullyrðingarnar úr birtingu áður en ákvörðun var tekin í málinu. Því taldi Neytendastofa ekki tilefni til frekari aðgerða.

Ákvörðunina í heild sinni má lesa hér.

TIL BAKA