Fara yfir á efnisvæði

Frávísun Neytendastofu staðfest

17.01.2022

Neytendastofa vísaði frá án efnislegrar meðferðar, erindi frá Flekaskilum ehf. Í erindinu var kvartað yfir auglýsingum keppinautar á hótelbókunarkerfi.

Erindinu var vísað frá meðferð Neytendastofu með vísan til þess að áhersla skuli lögð á mál sem brýnust þykja fyrir heildarhagsmuni neytenda. Í ákvörðuninni var um það fjallað að stofnunin teldi erindið varða takmarkaðan hóp neytenda auk þess sem birtingu auglýsingarinnar hafi verið hætt.

Áfrýjunarnefnd neytendamála fjallaði meðal annars um það að Neytendastofu sé veitt vítt svigrúm til mats á því hvort erindi gefa næga ástæðu til meðferðar. Nefndin taldi ákvörðun Neytendastofa ekki vera ómálefnalega eða byggða á röngum ályktunum um staðreyndir málsins. Þá yrði ekki talið að brotið hafi verið gegn jafnræðis-, andmæla- eða rannsóknarreglu. Var ákvörðun um frávísun því staðfest.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA