Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun um að hafna endurupptöku felld úr gildi

26.04.2022

Neytendastofu barst krafa frá Orku ehf. um að taka til meðferðar kvörtun yfir notkun Poulsen ehf. á léninu orka.is. Neytendastofa og áfrýjunarnefnd neytendamála höfðu áður fjallað um notkun Poulsen á léninu og því leit Neytendastofa á að nýja kvörtunin væri beiðni um endurupptöku málsins. Var endurupptöku hafnað þar sem skilyrði stjórnsýslulaga til endurupptöku þóttu ekki uppfyllt.

Áfrýjunarnefnd neytendamála féllst ekki á það mat Neytendastofu. Fjallaði nefndin um að í málum sem varða viðbótarvernd auðkenna geti breytt notkun auðkennis leitt til þess að um sé að ræða breyttan málsgrundvöll sem taka bera afstöðu til. Var ákvörðunin því felld úr gildi.

Úrskurð áfrýjunarnefndar má lesa í heild sinni hér.


TIL BAKA