Fara yfir á efnisvæði

Tax free auglýsingar Heimkaupa

20.12.2022

Neytendastofu barst ábending um að Wedo ehf., rekstraraðili vefsíðunnar heimkaup.is, hefði auglýst tax free afslætti á vefsíðu sinni án þess að tilgreina prósentuhlutfall verðlækkunarinnar.

Vísaði stofnunin til skýrrar skyldu fyrirtækja að tilgreina prósentuhlutfall verðlækkunar hvar sem tax free afsláttur er auglýstur. Í svörum Heimkaupa var vísað til þess að um mistök hafi verið að ræða og m.a. tekið fram að umrædd auglýsing hafi aðeins birst á forsíðu vefsíðunnar.

Í ákvörðuninni er um það fjallað að skylda um tilgreiningu eigi við þrátt fyrir að prósentuhlutfallið sé tilgreint annars staðar á vefsíðunni, enda geri skyldan ekki greinarmun á því hvar auglýsingarnar séu birtar.

Með vísan til brota félagsins og fyrri ákvarðana stofnunarinnar gegn fyrirtækinu um sambærileg brot lagði Neytendastofa stjórnvaldssekt á félagið.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA