Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

10.05.2023

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu vegna kynninga Ilva um rýmingarsölu.

Áfrýjunarnefnd taldi orðalag útsölureglna ekki koma í veg fyrir að kynnt væri rýmingarsala þegar verslun flytur sig um set auk þess sem markaðssetning Ilva hafi verið skýr um að verðlækkun ætti eingöngu við um vörur í verslun á Korputorgi. Þá féllst nefndin ekki á að Ilva væri óheimilt að selja vörur sem boðnar voru á lækkuðu verði á rýmingarsölu í Korputorgi á fullu verði í öðrum verslunum.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA