Fara yfir á efnisvæði

Villandi auglýsingar Á. Óskarssonar og Co.

03.12.2025

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Á. Óskarsson og Co. ehf. vegna auglýsinga félagsins á samfélagsmiðlum. Í auglýsingunum, sem voru tvennskonar, var annarsvegar auglýst lægsta verð vöruflokks og birt mynd af talsvert dýrari vöru innan vöruflokksins og hinsvegar auglýstar vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða.

Undir meðferð málsins voru auglýsingarnar teknar úr birtingu.

Taldi Neytendastofa að framsetning auglýsinganna væri villandi og kunni að vekja þau hughrif hjá neytendum að hægt sé að fá myndbirta vöru á lægra verði en raunin er. Bannaði Neytendastofa Á. Óskarsson og Co. að viðhafa viðskiptahætti þessa.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA