Ákvörðun um verðupplýsingar á vefsíðu Fasteignaskoðunar
15.12.2025
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun í máli Fasteignaskoðunar vegna skorts á upplýsingum um endanlegt verð á vefsíðunni fasteignaskodun.is. En á verðskrá vefsíðunnar er einungis að finna upplýsingar um verð á þjónustu án virðisaukaskatts.
Var þeim fyrirmælum beint til Fasteignaskoðunar að að gera viðeigandi úrbætur á verðupplýsingum á síðunni innan tveggja vikna frá dagsetningu ákvörðunarinnar. Verði það ekki gert innan tveggja vikna skal félagið greiða dagsektir þar til farið hefur verið að ákvörðun stofnunarinnar.