Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

09.11.2010

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 30/2010.

Með ákvörðun Neytendastofu bannaði stofnunin Punktakerfi ehf. að notast við lénið points.is þar sem mikil hætta væri á ruglingi milli þess og lénsins point.is sem Point Transaction Systems á Íslandi ehf. á. Lénið point.is var skráð áður og því taldi stofnunin það njóta betri réttar.

Í úrskurði áfrýjunarnefndar í máli nr. 9/2010 er fjallað um það að áfrýjunarnefndin telji orðin í lénunum svo almenn og lýsandi fyrir starfsemi fyrirtækjanna að ekki sé unnt að veita öðrum þeirra einkarétt á orðinu. Því var ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA