Fara yfir á efnisvæði

Sértilboð Landsbankans til starfsmanna HÍ ekki villandi

25.05.2010

Vátryggingarfélag Íslands kvartaði yfir bréfi fjármálastjórnar Háskóla Íslands til starfamanna skólans um að þeim stæði til boða sérkjör í Vörðunni, vildarþjónustu Landsbankans. Að mati VÍS var tilboðið villandi þar sem gefið var til kynna að starfsmönnum Háskólans stæði til boða sérstakur afsláttur af iðgjöldum vátrygginga hjá Verði. Afslátturinn væri hins vegar veittur öllum Vörðufélögum og því væri ekki um að ræða sértilboð til starfsmanna Háskólans.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að afsláttur af iðgjöldum trygginga hjá Verði væri í sérkjörunum mjög svipuð þeim kjörum sem almennt væru í boði fyrir Vörðufélaga voru önnur kjör í sértilboðinu sem stæðu almennt ekki til boða. Neytendastofa taldi tilboðið því ekki hafa verið sett fram með villandi hætti.

Ákvörðun nr. 28/2010 má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA