Kærunefndir og úrlausnir

Traust neytenda er lykilatriði til að ná árangri í viðskiptum á neytendamarkaði. Komi upp deilumál milli neytenda og seljenda er varða samningsbundna skyldu sem rís af sölu- eða þjónustusamningum, skiptir miklu máli að neytendur hafi aðgang að einföldum, skilvirkum, hraðvirkum og ódýrum leiðum til að leysa deilumál utan dómstóla. Málsmeðferðarreglur verða ávallt að vera skýrar, hlutlægar og sanngjarnar, sbr. tilmæli 98/257, sjá hér.

Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa

Neytendastofa opnaði árið 2009 fyrstu rafrænu heildarlausnina fyrir meðferð kvartana frá neytendum. Á þessum vettvangi geta neytendur lagt fram kvörtun og fengið úrlausn á deilumáli ef þeir hafa keypt vörur eða þjónustu iðnaðarmanna sem hefur verið gölluð eða ekki í samræmi við samning sem gerður var. Málsmeðferð hefst með því að fyllt er rafrænt eyðublað. Málsmeðferðin fer þá alfarið í gegnum rafræna Neytendastofu. Þar hefur þú þitt eigið svæði og getur fylgst með framgangi málsins. Með notkun rafrænnar Neytendastofu getur þú brugðist við andsvörum gagnaðila í máli og sent inn gögn rafrænt. Sé þörf á viðbrögðum færðu sendan tölvupóst þess efnis.

Rafræna málsmeðferð getur þú hafið hér með nýskráningu, lykilorðið færðu sent í pósti. Þegar lykilorð er komið til þín getur þú gengið frá þinni kvörtun og lagt fram til meðferðar hjá nefndinni. Um störf nefndarinnar fer eftir lögum nr. 50/2000 um lausafjárkaup, lögum nr. 42/2000 um þjónustukaup, lögum nr. 48/2003 um neytendakaup og reglugerð nr. 766/2006 . Niðurstöðum kærunefndar verður ekki skotið til annarra stjórnvalda en aðilar geta lagt ágreining sinn fyrir dómstóla með venjulegum hætti.

Nánar um nefndina sjá hér.

Úrlausnir kærunefndar sjá hér.

 

Kæruleiðir neytenda – Íslandi og EES

Í margvíslegum viðskiptum er neytendum tryggður aðgangur að nefndum er taka við kvörtunum ef vara eða þjónusta hefur verið gölluð eða ekki i samræmi við gildandi samning.
Yfirlit um kæruleiðir neytenda á Íslandi og Evrópska efnahagssvæðinu má sjá hér.TIL BAKA