Fara yfir á efnisvæði

Lækkun virðisaukaskatts

Neytendur – stöndum vaktina saman! Verðlækkanir 1. mars 2007

Flest matvæli bera í dag 14% virðisaukaskatt. Þessi skattur lækkar í 7% þann 1. mars 2007 og verð til neytenda því um 6,1%.

Nokkrar matvörur bera 24,5% virðisaukaskatt s.s. ýmsar sætar vörutegundir og gosdrykkir. Þann 1. mars nk. lækkar þessi virðisaukaskattur einnig í 7% og verð til neytenda því um 14,1% á þeim vörum.

Vörugjöld eru á nokkrum matvörutegundum og falla þau í flestum tilvikum niður. Almennir tollar (bæði magn- og verðtollar) á innfluttum óunnum kjötvörum lækka um allt að 40%. Þannig munu sumar vörur lækka meira en aðrar.

Almennt munu matvæli þannig lækka um 6,1% en sumar matvörur lækka meira. Samkvæmt áætlun Hagstofu Íslands þá mun lækkun á virðisaukaskatti á mat- og drykkjavörur lækka vísitölu neysluverðs um 7,4% og áhrif vegna niðurfellingar á vörugjöldum mun lækka vörur um 1,3% til viðbótar.

Áhrif vegna breytinga á virðisaukaskatti mun lækka vöruverð í matvöruverslunum strax 1. mars en áhrif vegna niðurfellinga á vörugjöldum mun væntanlega ekki skila sér í lækkuðu vöruverði fyrr en að nokkrum vikum liðnum.

Rétt er að taka fram að þessar skattabreytingar ná eingöngu til matvara í verslunum en ekki til annarra vörutegunda, s.s. pappírs-, hreinlætis- og snyrtivara – verð þeirra helst því væntanlega óbreytt.

Virðisaukaskattur á geisladiskum og hljómplötum lækkar úr 24,5% í 7% og verð því um 14,1%. Virðisaukaskattur á bókum, tímaritum, blöðum og húshitun sem og veggjald Hvalfjaraðarganga lækkar úr 14% í 7% og verð til neytenda um 6,1%.

Þá lækkar virðisaukaskattur af hótelgistingu úr 14% í 7% og verð til neytenda um 6,1%.

Virðisaukaskattur á veitingahúsum hefur verið í fleiri en einu skattþrepi. Þjónustuþátturinn (kostnaður við matreiðslu og þjónustu) hefur borið 24,5% virðisaukaskatt en maturinn sjálfur 14%. Veitingahús hafa síðan fengið hluta skattsins endurgreiddan eftir sérstökum reglum. Þann 1. mars verður eingöngu eitt skattþrep, 7%, á veitingahúsum og fellur þá jafnframt framangreind endurgreiðsla niður. Verðlækkun til neytenda verður því mismunandi eftir vægi þjónustunnar í heildarverðinu. Þannig má gera ráð fyrir að verð lækki meira hjá veitingastöðum með mikla þjónustu en t.d. á skyndibitastöðum. Því má gera ráð fyrir að verðlækkun til neytenda verði u.þ.b. 7–10%.

Vertu vakandi og fylgstu með hvort verð lækkar ekki örugglega 1. mars 2007. Leitaðu skýringa í verslun eða hjá þjónustufyrirtækjum ef það lækkar ekki. Tilkynntu Neytendastofu um tilvikið í gegnum vefgáttina ef þú telur skýringar ekki fullnægjandi.

Hér að neðan eru dæmi um matvörur og matvöruflokka sem bera í dag ýmist 24,5% eða 14% virðisaukaskatt og sumar einnig vörugjald:

 

Virðisauka-

Virðisauka-

 

Er vöru-

Fellur

 

skattur fyrir

skattur eftir

Áhrif vegna

gjald á

vörugjald niður

Vöruflokkur:

1. mars 2007

1. mars 2007

lækkunar VSK

vöruflokki?

1. mars 2007?

 

 

 

 

 

 

Matvörur, almennt

14%

7%

-6,1%

Nei

 

 

 

 

 

 

 

Frávik t.d.

 

 

 

 

 

Sætt kex

24,5%

7%

-14,1%

Sælgæti og súkkulaði

24,5%

7%

-14,1%

Nei

Gosdrykkir, ávaxtasafar og þykkni

24,5%

7%

-14,1%

Kaffi og te

14%

7%

-6,1%

Kakó/kakómalt

14-24,5%

7%

-6,1-14,1%

Ís

14%

7%

-6,1%

Íssósur

24,5%

7%

-14,1%

Ófrosnir frostpinnar (t.d. Sunlolly o.þ.h.)

24,5%

7%

-14,1%

Niðursoðnir ávextir, sultur og grautar

14%

7%

-6,1%

 

 

 

 

 

 

 

 

TIL BAKA