Endurskinsmerki
1) CE-merki,
2) Nafni framleiðanda
3) Tegund eða heiti vörunnar.
4) Leiðbeiningum á íslensku,
5) Merkt með staðlinum EN 13356,
6) Upplýsingum um tilkynntan aðila sem staðfest hefur samræmi merkisins við kröfur,
7) Nafni og heimilisfangi framleiðanda auk annarra nauðsynlegra upplýsinga, s.s. um notkun þ.m.t hvort merkin þoli þvott, hvernig á að festa endurskinsmerki þannig að það spegli ljós úr öllum áttum, o.fl.
Fyrirtæki verða að geta afhent Neytendastofu gögn þar sem fram kemur að endurskinsmerkin uppfylli kröfur. Þessi gögn eru EB gerðarprófun (e. EC type examination certificate), prófunarskýrsla/ niðurstöður prófunar og samræmisyfirlýsing (EC declaration of conformity) um að varan sé í samræmi við grunnkröfur um öryggi.
Framleiðandi ber ábyrgð á að samræmisyfirlýsing og önnur viðeigandi tækniskjöl hafi verið gerð fyrir vöruna í samræmi við lög og reglur sem gilda um öryggi vöru og ber framleiðendum og dreifingaraðilum að hafa slík gögn til reiðu, sbr. nánar ákvæði í reglugerð nr. 957/2006, um aðferðareiningar fyrir hin ýmsu þrep samræmismatsins og reglur um áfestingu og notkun CE-samræmismerkja sem ætlað er að nota í tilskipunum um tæknilega samhæfingu.